Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

„Frekar ætti að banna pólítískan rétttrúnað en Tinna“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

„Frekar ætti að banna pólítískan rétttrúnað en Tinna“

18.11.2020 - 06:20

Höfundar

Umdeildasta bókin um Tinna, belgíska blaðamanninn knáa, er komin út í nýrri íslenskri þýðingu. Tinni í Kongó hefur löngum valdið deilum vegna þeirrar kynþáttahyggju sem í bókinni má finna.

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Jean Posocco sem gefur nýju þýðinguna út hafi ekki fengið kvartanir vegna útgáfunnar. Bókinni fylgi þó bréf þar sem tekið er fram að útgefandinn taki ekki undir þá kynþátthyggju sem finna megi í henni og öðrum byrjendaverkum höfundarins Hergés.

Þó sé sögulegt mikilvægi bókanna ótvírætt sem réttlæti endurútgáfu þeirra. Útgefandinn kveðst í samtali við Fréttablaðið ekki ætla að láta umræðu sem dæmi allt á forsendum pólítísks rétttrúnaðar stjórna því hvað hann gefi út.

Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands segir í samtali við Fréttablaðið að frekar ætti að banna pólítískan rétttrúnað en Tinna í Kongó.

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Annar höfunda Ástríks látinn

Sjónvarp

Myrti pólitísk rétthugsun grínið?