Bandaríska söngkonan Dolly Parton færði lyfjarannsóknarstofnun við Vanderbilt háskólann í Nashville eina milljón Bandaríkjadala að gjöf til rannsókna á bóluefni gegn COVID-19.
Hluti framlags söngkonunnar, sem jafngildir ríflega 136 milljónum íslenskra króna, var notaður til að fjármagna frumprófanir á Moderna bóluefninu sem hefur reynst hafa 95% virkni.
BBC greinir frá því að sömuleiðis hafi framlag Dollýjar Parton verið notað við rannsóknir tengdum blóðvökva teknum úr fólki sem hefur læknast af COVID-19. Niðurstaða þeirra rannsókna þótti lofa nægilega góðu til að Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH) lagði fram 34 milljónir dala til frekari rannsókna.