Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Matvælastofnun skilar umsögn um niðurskurð í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Bóndinn á Syðri-Hofdölum í Skagafirði hefur ekki fengið svör við andmælum sínum við boðuðum niðurskurði á bænum. Hann segir að öllu fé sem komst í návígi við riðuveikan hrút hafi verið lógað og engin riða greinst í því.

Matvælastofnun átti að skila inn umsögn í gær en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var veittur frestur og von á umsögninni í dag. Gunnar Atli Gunnarsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra segir ráðherra hafa rætt við bændur á Hofdölum. Það geti tekið nokkra daga að fara yfir gögn og taka ákvörðun um framhaldið eftir að umsögn Matvælastofnunar hefur skilað sér til ráðuneytisins.