Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Eldur í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Eldur kviknaði á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Urðarbrunn í Úlfarsárdal í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að engan hafi sakað, enda hafi enginn verið inni í íbúðinni. Það hafi tekið nokkrar mínútur að slökkva eldinn.
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV