Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Daði kemur fram á fimmtudagskvöldinu í Eurovision

Mynd: Eurovision / Eurovision

Daði kemur fram á fimmtudagskvöldinu í Eurovision

17.11.2020 - 15:49

Höfundar

Daði Freyr sem mun semja Eurovision-framlag Íslands í ár kemur fram í fyrri hluta síðari undankeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, fimmtudagskvöldið 20. maí í vor.

Ísland verður sjötta land til að stíga á svið á fimmtudagskvöldinu. Austurríki, Moldavía, Pólland, San Marínó, Serbía, Tékkland, Grikkland og Eistland verða einnig í fyrri helmingi seinna undanúrslitakvöldsins en eftir auglýsingahlé eru það Danmörk, Búlgaría, Sviss, Finnland, Armenía, Lettland, Georgía, Portúgal og Albanía sem stíga á svið. Ekki var dregið sérstaklega heldur ákveðið að láta dráttinn fyrir keppnina sem átti að halda í ár halda sér.

Mynd með færslu
 Mynd: Eurovision
Uppröðun þjóðanna á seinna undankvöldinu.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Ætla að reyna að koma fyrir tveimur upphækkunum“

Menningarefni

Daði Freyr í Eurovision 2021

Tónlist

Hollendingar lofa því að keppnin verði haldin

Tónlist

Engin söngvakeppni - Daði keppir fyrir hönd Íslands