Ég skal vera ljósið er skáldverk soðið saman úr raunverulegum atburðum og skáldskap. Sögusviðið er Slippurinn í Reykjavík og aðalpersónan, slippstjórinn, rifjar upp atburði úr eigin lífi. Í upphafi virðist þetta vera hans saga en svo kemur í ljós að hann er líka að endursegja, fara yfir og leiðrétta, frásögn konu af hörmulegi slysi sem gerðist vestur á Kaplaskjólsvegi árið 1943.
„Þetta er auðvitað verk sem er byggt á sönnum atburðum, eins og allur skáldskapur, held ég," segir Þorsteinn. „Hér og hvar eru einhverjar vísbendingar um að þetta hafi raunverulega gerst. Smám saman fór að kvikna hjá mér hugmynd að því að geta dregið saman nokkrar ólíkar sögur og búið til þessa sögu eða þessa bók úr því, með Slippinn þá sem sögusvið.“