Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mikill viðbúnaður vegna fellibylsins Iota

16.11.2020 - 08:50
epa08820612 A handout photo made available by the Government of Antioquia department that shows shows vehicles trapped at the place where a landslide occurred due to heavy rains on the Uramita-Dabeiba road, in Antioquia, Colombia, 14 November 2020. At least three people died and twelve more are missing due to landslides caused by the heavy rains that hit the Colombian municipality of Dabeiba, in the Antioquia department (northwest), confirmed local authorities. The storm Iota is expected to produce rains until next Wednesday in Honduras and parts of Nicaragua, Guatemala, El Salvador and Belize, as well as in sectors of Colombia, Panama, Costa Rica and Jamaica.  EPA-EFE/Government of Antioquia HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Mikil úrkoma af völdum fellibylsins Iota hefur valdið flóðum og aurskriðum í Kólumbíu. Mynd: EPA-EFE - Government of Antioquia
Mikill viðbúnaður er í Níkaragva og Hondúras vegna fellibylsins Iota sem stefnir þangað en búist er við að hann komi þar upp að ströndum í kvöld.

Íbúar landanna tveggja eru ekki búnir að ná sér eftir fellibylinn Eta sem fór þar yfir á dögunum og olli miklu tjóni og mannskaða. Fellibylurinn Iota hefur valdið talsverðu tjóni í Kólumbíu, flóðum og aurskriðum. Að minnsta kosti þrír hafa farist, en tólf er saknað.

Fleiri fellibyljir hafa myndast á Atlantshafi á þessu ári en undanfarin ár og telja margir vísindamenn það stafa af loftslagsbreytingum. Sérfræðingar í málefnum  Mið-Ameríku segja segja það bitna á efnahag ríkja á þessu svæði og hættu á auknum fólksflótta þaðan.