Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Enginn forseti í Perú

16.11.2020 - 09:44
epa08821107 People take part in a protest against the new government of President Manuel Merino, in San Martin de Lima square, in Lima, Peru, 14 November 2020. Merino took office on 10 November amid a controversial constitutional process after the dismissal of former President Martin Vizcarra for 'moral incapacity' by Peruvian Congress.  EPA-EFE/Cristian Olea
Mótmælendur fyrir framan byggingu hæstaréttar Perú í höfuðborginni Lima um helgina. Mynd: EPA-EFE - EFE
Perú er án forseta eftir að Manuel Merino, sem á dögunum var skipaður forseti til bráðabirgða, sagði af sér í gær í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Tilraun til að ná sátt um nýjan forseta fóru út um þúfur í gærkvöld.

Mikil ólga hafur verið í Perú síðan Martin Vizcarra forseti var settur af fyrir viku, sakaður um spillingu. Merino var þá falið að taka við en stuðningsmenn forvera hans sökuðu hann um valdarán. Upphófust þá mikil mótmæli og þegar þrír mótmælendur lágu í valnum ákvað Merino að segja af sér.

Í gærkvöld var mælt með því að Rocio Silva Santisteban, þingkona úr hópi vinstri manna og baráttukona fyrir auknum mannréttindum, yrði skipuð forseti til bráðabirgða fram yfir kosningar á næsta ári. Hún þurfti til þess aðkvæði sextíu þingmanna, en fékk einungis fjörutíu og tvö. Kosningar eiga að fara fram í Perú í apríl.