Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Trump játar ekki ósigur

epa08819154 US President Donald J. Trump delivers an update on Operation Warp Speed during a press conference on the South Lawn of the White House, Washington, DC, USA, 13 November 2020. Operation Warp Speed is a public/private partnership, initiated by the Trump administration, to facilitate and accelerate the development, manufacturing, and distribution of COVID-19 vaccines, therapeutics, and diagnostics.  EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Polaris Images POOL
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag áfram að skrifa færslur á Twitter um úrslit forsetakosninganna. Fjölmiðlar víða um heim gripu eina færslu hans í morgun á lofti og skildu á þá leið að forsetinn væri í fyrsta sinn að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum. Nokkrum mínútum síðar skrifaði hann, að hluta með hástöfum, að hann játaði ekkert slíkt.

Hann vann vegna þess að kosningarnar fóru ekki fram með heiðarlegum hætti skrifaði Trump í morgun að austurstrandartíma í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram uppteknum hætti og kom með órökstuddar ásakanir um kosningasvindl sem hafa í flestum tilfellum verið hraktar. En þar sem forsetinn sagði hann vann töldu sumir að hann væri að játa ósigur í fyrsta sinn, eða að þoka sér þangað. Fréttamaður NBC hafði eftir ónafngreindum embættismanni í Hvíta húsinu að svo virtist sem forsetinn væri að játa ósigur í forsetakosningunum.

Mynd með færslu
 Mynd: Twitter

Forsetinn hefur ranglega haldið því fram að eftirlitsmenn hafi ekki fengið að fylgjast með framkvæmd kosninganna og talningu. 

Skömmu eftir að forsetinn sagði Joe Biden hafa unnið forsetakosningarnar með sviksamlegum hætti, en eftir að fólk var farið að túlka orð forsetans, birti hann aðra færslu. Þar sagðist Trump alls ekki viðurkenna ósigur.

Mynd með færslu
 Mynd: Twitter

Donald Trump og stuðningsmenn hans hafa höfðað fjölda dómsmálum í barátturíkjum þar sem úrslit forsetakosninganna réðust. Hann hefur reynt að koma í veg fyrir að úrslit séu staðfest en ekki haft árangur sem erfiði.