
Trump játar ekki ósigur
Hann vann vegna þess að kosningarnar fóru ekki fram með heiðarlegum hætti skrifaði Trump í morgun að austurstrandartíma í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram uppteknum hætti og kom með órökstuddar ásakanir um kosningasvindl sem hafa í flestum tilfellum verið hraktar. En þar sem forsetinn sagði hann vann töldu sumir að hann væri að játa ósigur í fyrsta sinn, eða að þoka sér þangað. Fréttamaður NBC hafði eftir ónafngreindum embættismanni í Hvíta húsinu að svo virtist sem forsetinn væri að játa ósigur í forsetakosningunum.
Forsetinn hefur ranglega haldið því fram að eftirlitsmenn hafi ekki fengið að fylgjast með framkvæmd kosninganna og talningu.
Skömmu eftir að forsetinn sagði Joe Biden hafa unnið forsetakosningarnar með sviksamlegum hætti, en eftir að fólk var farið að túlka orð forsetans, birti hann aðra færslu. Þar sagðist Trump alls ekki viðurkenna ósigur.
Donald Trump og stuðningsmenn hans hafa höfðað fjölda dómsmálum í barátturíkjum þar sem úrslit forsetakosninganna réðust. Hann hefur reynt að koma í veg fyrir að úrslit séu staðfest en ekki haft árangur sem erfiði.