Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Sjór gusast yfir lóðina

15.11.2020 - 13:08
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Sjóvarnargarðurinn í Hrísey er kominn til ára sinna og mikil þörf á lagfæringu. Hríseyingur segir sjó flæða upp á lóð til sín og að hús séu í hættu.

Vestan við byggðina í Hrísey er sjóvarnargarður sem var gerður árið 1999. Kristinn Frímann Árnason býr við varnargarðinn. Hann segir mikið hafa verið lagt í hann á sínum tíma, „og maðurinn sagði að ef vel ætti að vera þyrfti hann að koma aftur eftir 2-3 ár og setja annað eins farg ofan á því það er mikill sandur og mikið sig þarna.“

Gusurnar ganga yfir lóðina

Síðan þá hefur hins vegar ekkert verið gert og garðurinn sigið og sigið. „Hann var svona einn og hálfur meter á hæð en núna labbar maður liggur við klofvega yfir hann,“ segir Kristinn. Í Norðan átt myndist nornapottur fyrir framan húsið hans og sjórinn kvissast upp á lóð; „Að standa við stofugluggann er eins og að vera í brú á skipi.“

Bendir hver á annan

Í áranna rás hefur oft verið bent á vandann. Nú síðast í vikunni tók Akureyrarbær fyrir erindi frá hverfisráði Hríseyjar sem ítrekar mikilvægi þess að gera við garðinn enda geti íbúðahúsnæði verið í hættu verði ekkert gert.  Kristinn segir svörin þó á þá leið að hver bendi á annan og sendi erindin áfram á hin og þessi ráð, þau bíði á meðan.

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV