Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sakamálarannsókn hafin á bruna í sjúkrahúsi í Rúmeníu

15.11.2020 - 11:43
epa08820881 A handout photo made available by Piatra Neamt Newsaper shows Romanian firemen try to extinguish a fire that broke at two intensive care unit rooms hosting 16 people, at the 2-nd floor of a hospital used to treat patients suffering from Covid-19, in Piatra Neamt city, 350 Km north-east from Bucharest, Romania, 14 November 2020. According to Emergency Situations Office of Neamt county, the number of deaths raised to 10, as another seven victims are in critical condition, including the doctor on duty, who suffered burns on an area of 80 per cent of the body, being in a particularly serious condition. It seems that the accident was triggered by a short circuit and the fire was fuelled by the oxygen that patients use in Covid infection treatments. All patients survivors will be transferred to Iasi city or Bucharest hospitals.  EPA-EFE/ZIARPIATRANEAMT / HANDOUT MANDATORY CREDIT: WWW. ZIARPIATRANEAMT.RO HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - WWW. ZIARPIATRANEAMT.RO
Sakamálarannsókn er hafin vegna bruna á sjúkrahúsi í Rúmeníu, þar sem tíu Covid 19 sjúklingar létust. Einn læknanna er með alvarleg brunasár eftir að hafa lagt líf sitt í hættu við að reyna að bjarga sjúklingum.

Eldurinn kom upp í gjörgæslurými í borginni Piatra Neamt í norðausturhluta landsins í gærkvöld. Á gjörgæslunni var fjöldi Covid 19 sjúklinga sem voru alvarlega veikir. Um klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins og þá voru átta sjúklingar látnir. Tveir til viðbótar voru svo úrskurðaðir látnir eftir að hafa verið fluttir af deildinni. Allir tíu voru í öndunarvél.

Sjö til viðbótar eru alvarlega slasaðir - sex sjúklingar og einn læknir sem lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga sjúklingum. Hann er með annars og þriðja stigs brunasár á 80% líkamans. Til stendur að flytja hann með herflugvél á sjúkrahús í Belgíu.

Slökkviliðið telur að kviknað hafi í vegna skammhlaups í rafmagni hússins. Í morgun var svo tilkynnt að ríkissaksóknara Rúmeníu hefði verið falið að rannsaka brunann. Raed Arafat, yfirmaður Neyðarþjónustustofnunar Rúmeníu, segir að ekki eigi að setja fram tilgátur fyrr en niðurstöður rannsóknarteymis liggi fyrir, en það hafi þegar fengið að fara á vettvang brunans. Niðurstöður þeirra verði tilkynntar þegar þær liggi fyrir.

Bruninn þykir minna um margt á fyrri mannskæða bruna í Rúmeníu. Árið 2010 létust fimm ungabörn þegar eldur kviknaði á fæðingardeild þar og árið 2015 létust 64 þegar kviknaði í næturklúbbi í Búkarest. Í báðum tilfellum var öryggismálum verulega ábótavant í byggingunum. 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV