Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Evrópusinninn Maia Sandu með forskot í Moldóvu

15.11.2020 - 22:42
epa08818189 The leader of Moldova's Action and Solidarity Party (PAS) Maia Sandu speaks during a briefing about the imminent elections and the second tour of presidential elections in the party's headquarter in Chisinau, Moldova, 13 November 2020. Sandu and Dodon passed to the second phase of the presidential elections.  EPA-EFE/DUMITRU DORU
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Seinni umferð forsetakosninga fór fram í Moldóvu í dag, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni kepptu um hylli kjósenda. Jafnt hefur verið með frambjóðendunum en þegar búið er að telja ríflega 90 prósent atkvæða er Maia Sandu, fyrrverandi forsætisráðherra, með nær tveggja og hálfs prósentustiga forskot á forsetann Igor Dodon, sem bauð sig fram til endurkjörs.

Sandu, sem er höll undir aukið samstarf við Evrópusambandið og önnur Vestur- Evrópuríki, hefur fengið 51,2 prósent talinna atkvæða en Dodon, sem hefur hallað sér að Rússum og notið bæði stuðnings og velvildar stjórnvalda í Moskvu, 48,8 prósent. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu, fyrrum Sovétlýðveldi, landlukt og með landamæri að Rúmeníu og Úkraínu.