Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Líklega mesti aðdáandi Taylor Swift í heiminum

Mynd: RÚV / RÚV

Líklega mesti aðdáandi Taylor Swift í heiminum

14.11.2020 - 10:29

Höfundar

Tónlistarkonan Kristín Sesselja sendi frá sér plötu í sumar sem nefnist Breakup Blues og vakti mikla athygli. Plötuna gerir hún með Baldvini Hlynssyni en þau kynntust á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði.

Kristín er nýorðin tvítug en hún hefur verið að semja tónlist síðan hún var tólf ára. Hún kenndi sjálfri sér lög tónlistarkonunnar Taylor Swift með því að horfa á þau á Youtube og herma eftir þeim. Hún er enda mikill aðdáandi Swift. „Ég dýrka Taylor Swift og er ábyggilega hennar mesti aðdáandi, alla vega á Íslandi ef ekki í heiminum líka,“ segir hún. Hún hefur spilað Folklore, nýjustu plötu Taylor Swift, mikið. „Mér finnst hún geggjuð, lagasmíðarnar eru geggjaðar og textarnir brjóta í manni hjartað eins og hún gerir í flestum sínum lögum. Hún er ótrúlega hæfileikarík og flott og allan daginn mín fyrirmynd.“

Plata Kristínar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um sambandsslit og ástarsorg en líka um vinskap og hamingju. „Að ganga í gegnum erfiða hluti en koma vel út úr þeim,“ segir hún. Lögin eru persónuleg og segist Kristín leggja sig fram við að vera eins heiðarleg og hún getur í laga- og textasmíð. „Mig langar bara að gera tónlist og hef mikla ástríðu fyrir því. Við erum með stóra drauma og langar að ná langt.“


What would I do without you

Mynd: RÚV / RÚV

Fuckboys

Mynd: RÚV / RÚV

Cardigan - Taylor Swift

Mynd: RÚV / RÚV