Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ganga til stuðnings Trump

epa08820101  Trump supporters demonstrate as the motorcade carrying U.S. President Donald J. Trump drives through a rally of while departing the White House, headed out to an undisclosed location in Washington, DC, USA, 14 November 2020.  EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS / POOL
 Mynd: EPA-EFE - SIPA POOL
Nokkur fjöldi fólks hefur komið saman í dag í Washingtonborg til að styðja við bakið á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem enn hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningum 3. nóvember. Hann segir hjartnæmt að sjá stuðninginn.

Klukkan fimm er ráðgert að skipulögð ganga stuðningsfólks forsetans hefjist í miðborg Washington. Um tveimur tímum fyrir fjöldafundinn var fólk tekið að koma saman og keyrði bílalest forsetans fram hjá hóp þess á leið sinni á Trump National hótelið. Allt ætlaði um koll að keyra er forsetinn keyrði þar um. Margir höfðu skilti til stuðnings Trump með í för þar sem sjá mátti slagorð á borð við „besti forseti allra tíma“ og „stöðvið svikin“.

epa08820106  Trump supporters demonstrate as the motorcade carrying U.S. President Donald J. Trump drives through a rally of while departing the White House, headed out to an undisclosed location in Washington, DC, USA, 14 November 2020.  EPA-EFE/CHRIS KLEPONIS / POOL
 Mynd: EPA-EFE - SIPA POOL
Bílalest forsetans keyrir framhjá stuðningsfólki.

Trump gaf í skyn á Twitter að hann hygðist jafnvel láta sjá sig þar síðar í dag og heilsa upp á stuðningsfólk sitt. Þar endurtók hann einnig tilhæfulausar ásakanir sínar um meint kosningasvindl er forsetinn sitjandi laut í lægra haldi fyrir andstæðing sínum, demókratanum Joe Biden, með nokkuð afgerandi hætti. Biden fékk 306 kjörmenn á móti 232 sem féllu Trump í skaut en 270 þarf til að sigra kosningarnar.

Þrátt fyrir að COVID-19 faraldurinn sé enn í örum vexti í Bandaríkjunum hefur það ekki hindrað stuðningsfólk Trumps í að skipuleggja viðburði honum til samstöðu. Meðal þeirra sem hyggja á þátttöku í viðburðum í Washington síðar í dag eru hvítir þjóðernissinnar, þau er aðhyllast samsæriskenningar og vopnaðir hópar öfgamanna. Gera má ráð fyrir að andstæðingar forsetans mæti einnig til mótmæla.