Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Franskir hermenn felldu tugi íslamskra vígamanna í Malí

14.11.2020 - 00:50
epa08025956 (FILE) - A military helicopter  carrying French President Emmanuel Macron (upper-L)  flies over Gao during a visit to France's Barkhane counter-terrorism operation in Africa's Sahel region, northern Mali, 19 May 2017 (reissued 26 November 2019). According to recent reports, 13 French soldiers died in helicopter crash during the Barkhane counter-terrorism operation against jihadists in Mali.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON / POOL
Franskar herþyrlur á flugi yfir Malí  Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Franskar hersveitir felldu tugi íslamskra vígamannaí Malí í dag, samkvæmt tilkynningu frönsku herstjórnarinnar í landinu. Frakkar hafa verið með talsverðan herafla í Malí síðustu ár og lagt stjórnvöldum lið í baráttunni við vopnaðar sveitir íslamista með tengsl við Al Kaída og Íslamska ríkið, sem framið hafa fjölmörg og mannskæð illvirki í landinu.

Franskar hersveitir voru fluttar með þyrlum inn í miðbik landsins til atlögu við vígasveitir sem þar höfðu hreiðrað um sig. Orrustuþotur voru líka sendar á vettvang, fótgönguliðunum til aðstoðar, og stóðu bardagar klukkustundum saman á jörðu niðri, segir í tilkynningu franska hersins á Twitter. Þeim lauk með falli „nokkurra tuga íslamista“ segir í tilkynningunni, en ekki er minnst á mannfall í röðum Frakka. Fyrr í þessum mánuði felldu franskir hermenn yfir 50 íslamista í Malí, nærri landamærunum að Búrkína Fasó og Níger. 

Ítrekað hefur verið samið um vopnahlé í stríði stjórnvalda og íslamista, en þau hafa aldrei haldið lengi.