
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Fellibylurinn Eta varð minnst 200 manns að fjörtjóni í Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og víðar þegar hann fór þar um í síðustu viku, auk þess sem hann olli feiknartjóni á mannvirkjum.
Varað við miklum flóðum og aurskriðum
Nú stefnir hitabeltisstormurinn Iota hraðbyri að ströndum sömu ríkja og mun að öllum líkindum ná styrk fellibyls áður en þangað kemur, með meðalvindhraða upp á allt að 54 metra á sekúndu, steypiregn og og sjávarflóð í farteskinu. Bandaríska fellibyljamiðstöðin varar við því að flóð og aurskriður geti orðið enn verri en ella í Hondúras og Níkaragva vegna undangenginna hamfara af völdum Eta.
Iota verður 30. fellibylurinn sem gengur yfir Mið-Ameríku, Karíbahafsríki og suðurströnd Bandaríkjanna á þessu ári. Svo margir fellibyljir hafa aldrei áður dunið yfir á einu og sama fellibyljatímabilinu vestra.