Dagur felldi Óslóartréð í Heiðmörk

14.11.2020 - 13:13
Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist / RÚV - Guðmundur Bergkvist
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk í morgun. Fyrir valinu varð myndarlegt sitkagrenitré, sem var að líkindum gróðursett á tíu ára afmæli Heiðmarkar fyrir sextíu árum. Tréð verður flutt niður á Austurvöll í vikunni.

Óvíst er hvernig hátíðahöldum verður háttað á fyrsta sunnudegi í aðventu, 29. nóvember, þegar kveikt verður á ljósunum á trénu. Reynt verður að fylgja hefðinni og fagna aðventuhátíðinni með pompi og prakt, en þó í fullu samræmi við sóttvarnarreglur, að sögn borgaryfirvalda.

Jólatré borgarbúa verður hins vegar hlaðið meira skrauti og ljósum en venjan er, til að gleðja augu borgarbúa í faraldrinum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV