Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Úttektin sýni þörfina á nýjum spítala

13.11.2020 - 19:37
Mynd: Kristinn / rúv
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisáðherrah segir að úttekt á hópsýkingunni á Landakoti sýni að það sé löngu tímabært að byggja nýjan Landspítala. Hún hefur nú þegar átt fundi með landlækni og forstjóra Landspítalans til að fara yfir hvaða úrbætur verður að ráðast í á Landakoti.

„Ég verð að fara varlega í að tjá mig um innihald þessarar skýrslu en hins vegar get ég alveg sagt að þetta sýnir okkur hvað veiran er skæð. Og það sýnir okkur að hún laumast í gegnum hvað sem er. En hún sýnir okkur í raun og veru nokkra hluti. Að það sé löngu tímabært að byggja nýjan Landspítala,“ segir Svandís.

„Ég var ánægð með þennan fund í dag. Mér fannst mikilvægt að spítalinn gerði þetta  fyrir öllum tjöldum. Væri ekki að draga neitt undan og segði söguna eins og hún var. Næsta skref er í raun og veru Embætti landlæknis en eins og komið hefur fram tekur sú úttekt langan tíma,“ segir hún.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Svandísi í spilaranum hér að ofan.