
TikTok ekki bannað um sinn
Bandaríska viðskiptaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í gær að bíða þyrfti niðurstöðu dómsmála þriggja notenda TikTok gegn ríkinu áður en hægt væri að framfylgja banninu. Áður hafði alríkisdómstóll í Washington-ríki dæmt að að bannið ætti að hefjast 12. nóvember en af því varð ekki vegna ákvörðunar ráðuneytisins. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær umræddum dómsmálum líkur og þá hvenær bannið tekur gildi.
Bæði forsetinn og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafa lýst áhyggjum sínum að notkun landa sinna á samfélagsmiðlinum og segja kínversk yfirvöld nýta sér tæknina til njósnastarfsemi. Þessu hafnar fyrirtækið eindregið.
Trump vill að það verði selt bandarískum fjárfestum og hefur TikTok átt í viðræðum við verslunarkeðjuna Walmart og tæknifyrirtækið Oracle um kaup eigna og tilfærslu í bandarískt eignarhaldsfélag. Að sögn forsvarsmanna TikTok hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Washington D.C. varðandi þessa ráðstöfun í rúma tvo mánuði.