Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Nánast ómögulegt að fá að renna saman við haf eða fjöll

Mynd með færslu
 Mynd: Arnar Páll Hauksson
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir nánast ómögulegt hér á landi að fá að ráða sínum næturstað inn í eilífðina. Ríkisvaldið ákveði að jarðsett skuli í kirkjugarði eða hægt sé að sækja um að brenna líkamsleifar, um þetta gildi strangar reglur. Hún segist hafa lítinn skilning á aðkomu stjórnsýslunnar að þessum málum.

 

Málið var rætt á Alþingi í morgun.

„Það er semsagt nánast ómögulegt að fá að renna saman við hafið eða fjöllin þó það kunni að vera það sem við helst óskum. Ég tel mikilvægt að við höfum frelsi þegar kemur að þessum málum eins og svo mörgum öðrum. Ég hef lítinn skilning á því að ríkisvaldið og stjórnsýslan þurfi að haga til um þessi mál,“ sagði Bryndís á Alþingi í dag.

 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV