Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Mesti samdráttur frá 1920, sagði Birgir

Mynd með færslu
 Mynd:
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á hagspá ASÍ í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun.

Hann minnti á að við værum í miðjum efnahagslegum erfiðleikum vegna heimsfaraldursins og samkvæmt hagspánni væri samdráttur í hagkerfinu um átta prósent en það sé mesti samdráttur frá 1920.

Það sé veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir, viðsnúningurinn á næsta ári verði veikur og fari hægt af stað. „Því verði að efla atvinnulífið til að koma hjólum þess af stað því viðbúið sé að afleiðingar þessa ástands vari næstu ár,“ sagði Birgir.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV