Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Kórónuveira á minkabúum í Grikklandi

epa08803324 Live minks wait for their turn to be collected and processed to fur, at the mink fur farm which consists of 3000 mother minks and their cubs on their farm near Naestved, Denmark, 06 November 2020. The furs are stored in three freezers before selling them, as the minks on their farm are not affected by corona and there have been no corona cases in mink on Zealand and Funen. Mink farms throughout Denmark have been ordered by the government to cull all animals to prevent the spread of a new discovered mutated coronavirus.  EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen  DENMARK OUT
 Mynd:
Kórónuveira hefur fundist á tveimur minkabúum í norðurhluta Grikklands. Að sögn landbúnaðarráðuneytisins í Aþenu hefur veiran ekki stökkbreyst frá þeirri sem finnst í fólki. Á öðru búinu þarf að lóga 2.500 minkum. Þar hefur að minnsta kosti einn starfsmaður veikst af COVID-19. Verið er að skima eftir veirunni hjá hinum. 

Nokkur hundruð þúsund minkar eru á búum í Grikklandi. Flutt eru út skinn fyrir sextíu til sjötíu milljónir evra á hverju ári.