Kórónuveira hefur fundist á tveimur minkabúum í norðurhluta Grikklands. Að sögn landbúnaðarráðuneytisins í Aþenu hefur veiran ekki stökkbreyst frá þeirri sem finnst í fólki. Á öðru búinu þarf að lóga 2.500 minkum. Þar hefur að minnsta kosti einn starfsmaður veikst af COVID-19. Verið er að skima eftir veirunni hjá hinum.