Sjáðu tónleikana hér. Þeir eru einnig aðgengilegir í spilara RÚV í veitum símafélaganna og í RÚV appinu.
Hljómsveitin Blóðmör spilar skemmtilegt graðhestarokk með frumlegum textum. Á þessum tónleikum taka þeir tvö ný lög í bland við eldra efni sem aðdáendur sveitarinnar eiga að þekkja.
Næstu föstudaga birtir RÚV núll tónleikaupptökur undir heitinu Undirtónar. Tónleikarnir eru hluti af þáttaröð um íslensku rokksenuna en sú tónlist blómstrar þessi misserin. Tónleikar Blóðmör voru teknir upp á Dillon, í Reykjavík.