Graðhestarokk til að lina þjáningar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Undirtónar

Graðhestarokk til að lina þjáningar

13.11.2020 - 11:59
Tónleikar Undirtóna þessa vikuna eru í boði Blóðmör, hljómsveitarinnar sem stóð uppi sem sigurvegari á Músíktilraunum 2019. Tónleikarnir eru í beinu framhaldi af þætti um sömu sveit sem frumsýndur var í gær.

Sjáðu tónleikana hér. Þeir eru einnig aðgengilegir í spilara RÚV í veitum símafélaganna og í RÚV appinu. 

Hljómsveitin Blóðmör spilar skemmtilegt graðhestarokk með frumlegum textum. Á þessum tónleikum taka þeir tvö ný lög í bland við eldra efni sem aðdáendur sveitarinnar eiga að þekkja. 

Næstu föstudaga birtir RÚV núll tónleikaupptökur undir heitinu Undirtónar. Tónleikarnir eru hluti af þáttaröð um íslensku rokksenuna en sú tónlist blómstrar þessi misserin. Tónleikar Blóðmör voru teknir upp á Dillon, í Reykjavík. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Líkþorn ljótasta orð íslenskrar tungu

Tónlist

Minni tónleikastaðir lífsnauðsynlegir rokkurum

Menningarefni

Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum