Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Flokkur Suu Kyi sigraði í Mjanmar

13.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Mjanmar
epa08809941 Supporters of National League for Democracy (NLD) party, led by Myanmar State Counsellor Aung San Suu Kyi, celebrate for the victory in front of the party headquarters  in Yangon, Myanmar, 09 November 2020. Myanmar?s ruling party NLD claimed  the victory after projecting enough seats in parliament to form the next government though Union Election Commission have not announced the result yet.  EPA-EFE/LYNN BO BO
Fylgismenn Lýðræðisfylkingarinnar hafa undanfarna daga fagnað sigri á götum úti. Mynd: EPA-EFE - EPA
Lýðræðisfylkingin, flokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, sigraði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu um síðustu helgi og hefur tryggt sér hreinan meirihluta á þingi þótt enn eigi eftir telja hluta atkvæða.

Greint var frá þessu í morgun. Meirihluti Lýðræðisfylkingarinnar væri tryggður þrátt fyrir að hernum væri úthlutað fjórðungi þingsæta samkvæmt stjórnarskrá.

Einingar- og þróunarflokkurinn, sem hallur er undir herinn, mótmælir niðurstöðu kosninganna og segir þær hvorki hafa verið lýðræðislegar né heiðarlegar.

Flokkurinn krefst þess að yfirkjörstjórn verði sett af og að kosningarnar verði endurteknar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV