Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Einn af hverjum sex yfir 90 ára sem smitast er látinn

epa08422848 A nurse wearing protective gear caresses a patient's hand in the Covid Orthopedic-Traumatology Department of the St. Janos hospital set up to receive patients infected with the SARS-CoV-2 coronavirus that causes the pandemic COVID-19 disease, in Budapest, Hungary, 14 May 2020.  EPA-EFE/Zoltan Balogh HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI
Sex af þeim 37 sem eru 90 ára og eldri og hafa greinst með kórónuveirusmit hér á landi hafa látist af völdum COVID-19. Þetta eru 16,2%, eða um einn af hverjum sex. Hlutfallið í aldurshópnum 80-89 ára, þar sem 86 smit hafa verið greind, er 14%. Það samsvarar því að einn af hverjum sjö sem hefur greinst með veiruna á þessu aldursbili hafi látist. Hlutfallið er talsvert lægra í yngri aldurshópum.

Þetta sýnir samantekt á Covid.is.

Þar er birt tafla um uppsafnaðan fjölda andláta innanlands eftir aldurshópum. Alls hafa verið greind 1.844 smit hjá þeim sem eru 29 ára og yngri og enginn þeirra hefur látist. 749 smit hafa greinst í aldurshópnum 30-39 ára og af þeim hefur einn látist.

Í aldurshópnum 50-59 ára hafa 660 greinst með smit og enginn þeirra látist. Tvö andlát eru skráð hjá fólki á aldrinum 60-69 ára og þar hafa 475 greinst. Fjögur andlát vegna COVID-19 hafa orðið hjá fólki á aldrinum 70-79 ára og þar hafa 190 smit verið greind.