Líkþorn ljótasta orð íslenskrar tungu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV núll - Undirtónar

Líkþorn ljótasta orð íslenskrar tungu

12.11.2020 - 11:37
Hljómsveitin Blóðmör er gestur vikunnar í Undirtónum. Tríóið stóð uppi sem sigurvegari Músíktilrauna 2019 með hressandi graðhestarokk sem ansi langt var síðan að heyrst hafði á verðlaunapöllum keppnarinnar. Á meðal vinsælustu laga sveitarinnar eru Líkþorn, Barnaníðingur og Skuggalegir menn.

Slepptu því að lesa og horfðu strax á þáttinn. 

Hljómsveitin Blóðmör er skipuð þeim Hauki Þór Valdimarssyni, Matthíasi Stefánssyni og Árna Jökli Guðbjartssyni en piltarnir, sem ekki eru orðnir tvítugir, koma allir úr Kópavoginum. 

Í þætti dagsins kynnumst við hljómsveitinni betur og sjáum þá taka tvö lög á heimili graðhestarokksins, skemmtistaðnum Dillon, við Laugaveg. Eigandi Dillon, Jón Bjarni Steinsson, er einnig viðmælandi í þættinum og segir nokkrar goðsagnakenndar sögur af þeim tónleikum sem farið hafa fram í húsinu. 

Á morgun, föstudag, birtist í Spilara RÚV tónleikaupptaka frá Blóðmör sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 

Undirtónar er ný íslensk tónlistarþáttaröð úr smiðju RÚV núll. Á hverjum fimmtudegi í sex vikur kemur nýr þáttur sem fjallar um eina hljómsveit eða tónlistarmann. Á föstudögum birtum við tónleika með þessum sömu tónlistarmönnum. 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Aldrei pælt í yfirvofandi kjarnorkustríði

Tónlist

Minni tónleikastaðir lífsnauðsynlegir rokkurum

Tónlist

Ískaldar kveðjur frá Kælunni

Menningarefni

Seldu dauðan fisk á fyrstu tónleikunum