Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Einn lést á Sólvöllum vegna COVID-19

12.11.2020 - 11:13
Mynd með færslu
 Mynd: . - Landinn/RÚV
Einn lést vegna COVID-19 síðasta sólarhringinn. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í upphafi upplýsingafundar almannavarna í dag. Hann vottaði aðstandendum hins látna samúð sína.

Hinn látni bjó hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

Nú hafa 25 látist í heimsfaraldri kórónuveirunnar hér á landi, þar af 15 í haust. Þórólfur segir að veikindi séu jafn alvarleg í haust og þau voru í vor, en dánartalan öllu hærri.