Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Var forsætisráðherra í meira en hálfa öld

11.11.2020 - 09:58
Erlent · Asía · Barein
epa08812789 (FILE) - Bahrain's Prime Minister Sheikh Khalifa bin Salman al-Khalifa, listens to a speech after receiving the 2006 Special Citation of the habitat Scroll of Honour during the Economic and Social Council (ECOSOC) session at the European headquarters of the United Nations in Geneva, Switzerland, 02 July 2007 (reissued 11 November 2020). Bahrain's Prime Minister Sheikh Khalifa bin Salman al-Khalifa has died at the age of 84 on 11 November 2020 in a hospital in the USA, as Bahraini Royal Palace announced on twitter on 11 November.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
Sheikh Khalifa bin Salman al-Khalifa. Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Khalifa bin Salman al-Khalifa prins, forsætisráðherra Barein, er látinn 84 ára að aldri. Enginn hefur setið lengur í embætti forsætisráðherra en Khalifa prins, en hann gegndi þeim starfa í rúma hálfa öld frá því í janúar 1970 eða áður en Barein hlaut sjálfstæði árið 1971.

Hann lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í morgun. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Barein vegna dauða hans.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV