Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Slit á ljósleiðara milli Siglufjarðar og Hofsóss

Lagning ljósleiðara yfir kjöl
 Mynd: Aðsend mynd
Vegna slits á ljósleiðara geta verið truflanir og sambandsleysi á fjarskiptaþjónustum Tengis á milli Siglufjarðar og Hofsós.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Vodafone rétt fyrir klukkan þrjú. Þar er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Í samtali við fréttastofu sagði Magnús Hafliðason sem er yfir samskipta- og markaðssviði Vodafone að umfang bilunarinnar lægi ekki fyrir, þetta væri svo nýtilkomið.

Einu upplýsingarnar sem hægt væri að veita að svo stöddu væri að ljósleiðari hafi farið í sundur, teymi væri komið á staðinn og vinna við viðgerð væri hafin. Hann vissi ekki hversu miklar truflanir væru, gæti jafnvel verið alveg netsambandslaust hjá Vodafone á milli Siglufjarðar og Hofsós.

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV