Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Íslendingar fá bóluefni með Evrópusambandinu

11.11.2020 - 17:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Evrópusambandið hefur samið um að kaupa 300 milljón skammta af bóluefni gegn COVID-19. Evrópusambandið samdi um það við lyfjafyrirtækið Pfizer sem framleiðir bóluefnið.

Flestir vísindamenn telja að kórónuveirufaraldrinum ljúki ekki fyrr en bóluefni er komið á markað. Ísland fær sama aðgang að bóluefninu og Evrópusambandið. Ísland og Noregur eru ekki í Evrópusambandinu og kaupa bóluefnið af Svíum. Svíþjóð er í Evrópusambandinu. Íslendingar þurfa að kaupa 500 þúsund til 600 þúsund skammta af bóluefninu.

Bólusetningar hefjast líklega snemma á næsta ári í Evrópusambandslöndunum.