Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Börnum bjargað úr klóm níðinga

11.11.2020 - 12:08
epa07629108 The Australian Federal Police (AFP) emblem is seen outside its headquarters in Canberra, Australian Capital Territory, Australia, 06 June 2019. During a press conference on the day, acting AFP commissioner Gaughan has defended the two extraordinary police raids on high-profile journalists this week, opening the door to prosecuting reporters and media organizations for publishing secret government documents.  EPA-EFE/LUKAS COCH  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Merki áströlsku alríkislögreglunnar, AFP, við höfuðpstöðvar hennar í Canberra. Mynd: EPA-EFE - AAP
Lögreglan í Ástralíu segist hafa bjargað fjörutíu og sex börnum og handtekið fjórtán manns í tengslum við rannsókn á alþjóðlegum hring barnaníðinga. Þetta er eitt umfangsmesta mál sinnar tegundar sem ástralska lögreglan hefur rannsakað.

Justine Gough, næstráðandi í áströlsku alríkislögreglunni, sagði  við fréttamenn að ekkert barn ætti að þurfa að þola ofbeldi eða misnotkun af hálfu þeirra sem það treysti, ættingjum, umönnunaraðilum eða íþróttaþjálfurum, en sú hefði verið raunin í þessum tilfellum.

Þolendurnir, börn á aldrinum sextán mánaða til fimmtán ára, sættu bæði kynferðisofbeldi og annars konar ofbeldi. Mennirnir fjórtán sem handteknir voru eiga yfir höfði sér fjölda ákæra.

Eitt alvarlegasta málið snýr að manni sem starfaði við leikskóla í Nýja Suður-Wales, sem misnotaði stöðu sína og beitti börn í sinni umsjá ofbeldi.

Það var bandaríska lögreglan sem kom þeirri áströlsku á sporið, en þrír hafa verið handteknir vegna málsins í Bandaríkjunum og tekist hefur að hafa uppi á öðrum níðingum í Evrópu, Asíu, Kanada og á Nýja-Sjálandi.

Í síðasta mánuði var greint frá annarri barnaníðsrannsókn í Ástralíu þar sem fjörutíu og fjórir voru handteknir. 

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV