Mikið tjón varð af völdum fellibylsins í Hondúras. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Um 150 fórust af völdum fellibylsins Eta þegar hann fór yfir Gvatemala á dögunum og um sextíu í Hondúras. Þá fórust að minnsta kosti tuttugu í Chiapas-ríki í suðurhluta Mexíkó.
Einnig olli fellibylurinn tjóni í El Salvador, Kosta Ríka, Panama og á Kúbu. Fellibylurinn er nú við Flórída og hefur þegar valdið þar talsverðum flóðum. Búist er við meiri úrkomu á Flórída í dag.
Enn eru mikil flóð eftir fellibylinn í Hondúras. Ár og fljót yfir bakka sína í Sula-dalnum, þéttbýlasta og frjósamasta svæði landsins, og hafa margir orðið innlyksa vegna vatnavaxtanna.