Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Víða mikið tjón af völdum Eta

10.11.2020 - 08:17
A resident walking through a flooded street looks back at storm damage caused by Hurricane Eta in Planeta, Honduras, Friday, Nov. 6, 2020. As the remnants of Eta moved back over Caribbean waters, governments in Central America worked to tally the displaced and dead, and recover bodies from landslides and flooding that claimed dozens of lives from Guatemala to Panama. (AP Photo/Delmer Martinez)
Mikið tjón varð af völdum fellibylsins í Hondúras. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Um 150 fórust af völdum  fellibylsins Eta þegar hann fór yfir Gvatemala á dögunum og um sextíu í Hondúras. Þá fórust að minnsta kosti tuttugu í Chiapas-ríki í suðurhluta Mexíkó.

Einnig olli fellibylurinn tjóni í El Salvador, Kosta Ríka, Panama og á Kúbu. Fellibylurinn er nú við Flórída og hefur þegar valdið þar talsverðum flóðum. Búist er við meiri úrkomu á Flórída í dag.

Enn eru mikil flóð eftir fellibylinn í Hondúras. Ár og fljót yfir bakka sína í Sula-dalnum, þéttbýlasta og frjósamasta svæði landsins, og hafa margir orðið innlyksa vegna vatnavaxtanna.