Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þingið ákærir forseta Perú fyrir mútuþægni

10.11.2020 - 04:42
epa08810582 A handout photo made available by the Presidency of Peru shows Head of State of Peru, Martin Vizcarra, while he publicly announces that he accepts the decision of Congress and will leave the Government Palace in Lima, Peru, 09 November 2020. Vizcarra accepted the decision of Congress that dismissed him from the head of state for 'moral incapacity' and announced that he will immediately leave the Government Palace.  EPA-EFE/PRESIDENCY OF PERU / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - PRESIDENCY OF PERU
Þjóðþing Perú samþykkti í kvöld að ákæra forsetann martin Vizcarra vegna gruns um að hann hafi þegið mútur frá verktökum sem héraðsstjóri. Forseti þingsins, Manuel Marino, tekur við embætti forseta og situr þar til kjörtímabilinu lýkur í júlí á næsta ári.

Sjálfur hafnar Vizcarra alfarið ákæruatriðum að sögn AFP fréttastofunnar. Nokkrir viðskiptamenn segja Vizcarra hafa þegið mútur í skiptum fyrir samninga við verktaka þegar hann var héraðsstjóri syðri hluta Moquegua. Sjálfur segir hann samningana hafa verið boðna út af stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, en ekki stjórn hans í Moquegua. Ásakanirnar séu byggðar á vangaveltum fjölmiðla, en ekki vegna rannsóknar saksóknara eða dómstóla, að sögn Vizcarra. Áður en málið var tekið fyrir á þinginu höfðu ríkissaksóknarar greint frá því að ásakanir gegn Vizcarra yrðu rannsakaðar að kjörtímabili hans loknu.

Vizcarra naut mikils stuðnings meðal almennings fyrir forsetakosnignarnar 2018 fyrir loforð sín um að berjast gegn spillingu í stjórnkerfi Perú. Honum hefur gengið illa að standa við það loforð vegna andstöðu á þingi, þar sem pólitískir andstæðingar hans eru í meirihluta. Hann stóð af sér atkvæðagreiðslu á þinginu um ákæru á hendur honum í september. Þá var hann sakaður um að hafa beðið ráðgjafa sína um að ljúga að rannsakendum í öðru máli. 

Vizcarra tók við embætti af Pedro Pablo Kuczynski, sem sagði af sér vegna spillingarmála. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV