Mynd: RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.
Milljarða þarf til að standa við Kýótó-bókunina
10.11.2020 - 06:29
Umhverfisstofnun álítur að Ísland þurfi að kaupa heimildir fyrir sem nemur fjórum milljónum CO2 ígíldistonna þar sem ekki hefur tekist að standa við skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þótt vitað hafi verið í hvað stefndi hefur Ísland látið hjá líða að fjárfesta í losunarheimildum innan ramma bókunarinnar.
Fullyrt er að kostnaðurinn nemi milljörðum króna en hægt sé að fjárfesta í nokkrum tegundum heimilda. Skuldbindingartímabil Kýótó-bókunarinnar rennur út um áramót og þá tekur við nýtt tímabil Parísarbókunarinnar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir fyrri ríkisstjórnir hvorki hafa hugað tímanlega að draga úr losun né staðið við áform um eflingu skógræktar og landsgræðslu.
Hann segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa sett fram aðgerðaráætlun til að geta staðið við skuldbindingar Parísaráttmálans fyrir 2030.