
Fær 46 milljónir til að þróa starfsmenntun í fiskeldi
Í tilkynningu frá HA kemur fram að þetta sé svokallað CoVE verkefni (Centres of Vocational Exellence) „þar sem fræðsluaðilar í starfsmenntun og fyrirtæki mynda saman þekkingarklasa á völdum sviðum. Hugmyndin er að þátttakendur í klasanum verði síðan leiðandi um menntun og þjónustu á sínu sviði innan Evrópu og veiti öðrum stofnunum, skólum og fyrirtækjum ráðgjöf.“
HA kemur að hönnun námsefnis í fiskeldi
Í heild hlaut Bridges um 600 milljónir króna og fær Háskólinn á Akureyri um 46 milljónir í sinn hlut næstu fjögur árin. Aukið fiskeldi á Íslandi krefst aukinnar menntunar í faginu og verða helstu hlutverk HA að hanna ný verkfæri til miðlunar kennsluefnis, miðla þekkingu um nýsköpun í sjávarútvegi innan verkefnisins og upplýsingum um verkefnið og afrakstur þess til íslenskra fiskeldisfyrirtækja. „Háskólinn á Akureyri kemur einnig að hönnun námsefnis í fiskeldi á háskólastigi og sér um skipulag ráðstefna um nám í fiskeldi þar sem saman munu koma fræðsluaðilar og fyrirtæki í fiskeldi,“ segir í tilkynningu HA.
Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvar HA, leiðir verkefnið þar og íslenskir samstarfsaðilar verða Fisktækniskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Arnarlax ehf.