11 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru sex í sóttkví. Svo fá smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 14. september síðastliðinn.
Nýgengi heldur áfram að lækka og er nú 129, í gær var það 142,1.
Þá fækkar í hópi þeirra sem eru í einangrun, 569 eru nú í einangrun en í gær voru það 621. 70 eru á sjúkrahúsi, en þeim hefur fækkað um fimm frá því í gær. Þrír eru á gjörgæslu með COVID-19.
Einn lést á Landspítalanaum á síðasta sólarhring af völdum COVID-19. Alls hafa nú fjórtán látið lífið úr sjúkdómnum í þriðju bylgju faraldursins og 24 frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar.