Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stjórn Eista sundruð eftir bandarísku kosningarnar

epa07536349 Estonian Minister of the Interior Mart Helme (L) and Minister of Finance Martin Helme (both far-right EKRE) during the government's oath ceremony in Parliament (Riigikogu), Tallinn, Estonia 29 April 2019. Coalition government of Centre Party, Fatherland (Isamaa) and Estonia?s Conservative People?s Party (EKRE) coalition government swearing oath of office.  EPA-EFE/VALDA KALNINA
Feðgarnir Martin og Mart Helme. Mynd: EPA
Úrslit forsetakosninganna hafa leitt til sundrungar í ríkisstjórn Eistlands. Reuters greinir frá því að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, feðgarnir Martin og Mart Helme, séu í engum vafa um að svindlað hafi verið á Donald Trump, og þeir Joe og Hunter Biden séu spillingapésar.

Helme-feðgarnir eru úr hægri-popúlistaflokknum Ekre. Þeir gegna embættum fjármála- og innanríkisráðherra eistnesku ríkisstjórnarnnar.

Utanríkisráðherrann Urmas Reinsalu, úr kristilega íhaldsflokknum Isamaa, fordæmdi ummæli feðganna fljótlega og sagði þau klikkuð. Forsetinn Kersti Kaljulaid brást einnig reiður við, og sagði þá Martin og Mart Helme búna að skaða samband Eista við bandaþjóðir.