Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Innanríkisráðherra Eistlands kallaði Biden úrþvætti

09.11.2020 - 15:08
epa07536374 Estonian Minister of the Interior Mart Helme (L) and Minister of Finance Martin Helme (both far-right EKRE) during the government's oath ceremony in Parliament (Riigikogu), Tallinn, Estonia 29 April 2019. Coalition government of Centre Party, Fatherland (Isamaa) and Estonia?s Conservative People?s Party (EKRE) coalition government swearing oath of office.  EPA-EFE/VALDA KALNINA
 Mynd: EP-EFE - EPA
Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands, sagði af sér í dag eftir að hafa fengið á sig harða gagnrýni fyrir að halda því fram að Demókratar hafi haft rangt við í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og að Joe Biden og Hunter, sonur hans, séu spilltir.

Á fundi með fréttamönnum kvaðst hann hafa fengið nóg af ærumeiðingum og lygum eistneskra fjölmiðla. Hann hafi ekkert gert annað en að segja það sem frjálsir bandarískir fjölmiðlar hafi þegar greint frá.

Mart Helme og Martin, sonur hans sem gegnir embætti fjármálaráðherra, sögðu í útvarpsviðtali í gær að djúpríkið stæði á bak við kjör Joes Bidens. Það væri að koma til valda spilltu úrþvætti sem þægi mútur. Feðgarnir eru framámenn í hægri-popúlistaflokknum Ekre. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV