Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hart barist í Nagorno-Karabakh

09.11.2020 - 01:35
epa08807109 (FILE) - A view of a damaged house in the town of Shushi (another spelling Shusha) in the Nagorno-Karabakh Republic, 29 October 2020, after alleged Azerbaijani shelling (reissued 08 November 2020). Azerbaijan on 08 November 2020 claimed its troops have taken over Shushi, breakaway Nagorno-Karabakh's 2nd-largest town.  EPA-EFE/HAYK BAGHDASARYAN /PHOTOLURE
 Mynd: EPA-EFE - PHOTOLURE
Forseti Asera lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í dag að her landsins hafi náð völdum í Shusha, eða Shushi, næst stærstu borg Nagorno-Karabakh. Armenskir aðskilnaðarsinnar segja það þvætting, og átök séu enn um yfirráð borgarinnar.

Borgin er hernaðarlega mikilvæg og yrði stórsigur fyrir Asera að ná völdum þar. Hún er byggð á hæðinni fyrir ofan héraðshöfuðborgina Stepanakert og er við veginn sem liggur frá höfuðborginni til Armeníu.

Aserar hafa smám saman verið að herða tökin í héraðinu að sögn fréttastofu BBC. Átök hófust í héraðinu í september eftir langt vopnahlé. Stríð braust út á milli Armena og Asera árið 1994. Því lauk með vopnahléi, en án friðarsamkomulags. Nagorno-Karabakh tilheyrir Aserbaísjan, en Armenar gera tilkall til héraðsins þar sem flestir íbúar þess eru armenskir. Þá hefur héraðið lýst yfir sjálfstæði. Það er ekki alþjóðlega viðurkennt.