Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, laus úr sóttkví

09.11.2020 - 12:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú laus úr sóttkví. Hann fór í skimun í morgun.

Guðni dvaldi í sóttkví í kjallara Bessastaða undanfarna viku eftir að starfsmaður í forsetabústaðnum greindist með COVID-19. 

Guðni segir í samtali við fréttatofu að hann hafi unað hag sínum ágætlega í kjallaranum og ekki kennt sér neins meins. Þaðan hafi hann getað sinnt skylduverkum sínum. Guðni fór í seinni skimun í morgun og segist feginn því að hafa reynst „neikvæður í jákvæðum skilningi.“

„Ég get ímyndað mér að sóttkví reyni frekar á þolrif barna og ungmenna en okkar fullorðna fólksins, og ekki eru allir í þeirri stöðu að geta stúkað sig af heima fyrir. Hvatningu mína fá allir sem nú þurfa að sæta hömlum til að stemma stigu við farsóttinni,“ segir Guðni á Facebook-síðu sinni.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV