Endurbæta Skjálftasetrið á Kópaskeri

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáftasetrið

Endurbæta Skjálftasetrið á Kópaskeri

09.11.2020 - 11:26

Höfundar

Miklar endurbætur eru fyrirhugaðar á Skjálftasetrinu á Kópaskeri þar sem minnst er Kópaskersskjálftans mikla árið 1976. Með margmiðlun og gagnvirkum lausnum á að miðla fróðleik um skjálftann og afleiðingar hans.

Skjálftasetrið var opnað árið 2009 og heimamönnum á Kópaskeri þótti kominn tími til breytinga. Þeir vilja nú endurbæta setrið og koma upp nýjum sýningarbúnaði.

Gagnvirkar lausnir og frásagnir af upplifun fólksins

Lovísa Óladóttir verkefnastjóri segir að gerður hafi verið samningur við margmiðlunarfyrirtækið Gagarín og komnar séu frá þeim hugmyndir sem verið sé að vinna úr. „Hugmyndirnar felast auðvitað fyrst og fremst í því að nútímavæða þetta, koma með gagnvirkar lausnir og efla semsagt frásögnina af upplifun fólksins sem jú upplifði mikla atburði þegar jarðskjáftinn mikli varð.“

Hafði mikil áhrif á alla íbúa

Kópaskersskjálftinn varð 13. janúar 1976. Hann var 6,3 að stærð og upptökin rétt við Kópasker. Miklar skemmdir urðu því í þorpinu. „Þetta situr alltaf í fólki, ungum sem öldnum, og þetta hafði mikil áhrif á alla sem hér bjuggu og stóðu í stafni,“ segir Lovísa.

Vonast til að geta opnað hluta nýjunganna í vor

Því sé frá mörgu að segja og margt að sýna og til þess vilji þau nýta bestu mögulega tækni. Hún gerir ráð fyrir að þessar nýjungar verði opnaðar í áföngum en verkefnið í heild geti tekið um tvö til þrjú ár. „Vonandi getum við byrjað í vor að taka betur á móti fólki, þó ekki verði allt klárt eins og við viljum hafa það og sjáum það fyrir okkur.“

Tengdar fréttir

Náttúra

Ekkert lát á skjálftum í Öxarfirði

Norðurþing

Dregið hefur úr skjálftavirkni við Kópasker

Norðurþing

Óþægilegt að vakna við jarðskjálftana

Norðurland

„Fór beint í símann og reyndi að hringja heim“