Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

19 milljónum veitt til fjölbreyttra tónlistarverkefna

Mynd með færslu
 Mynd: Pexels

19 milljónum veitt til fjölbreyttra tónlistarverkefna

09.11.2020 - 12:49

Höfundar

Hljóðritasjóður veitir samtals 19 milljónum króna til 63 verkefna í seinni úthlutun hans á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist með fjárhagslegum stuðningi til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun.

Alger metfjöldi umsókna barst Hljóðritasjóði fyrir þessa seinni úthlutun eða alls 190, um 50% meira en nokkru sinni fyrr. Alls hafa 307 umsóknir borist á árinu en alls var úthlutað 37 milljónum til 130 verkefna.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að nú hafi verið unnt að styrkja rúmlega þriðjung umsækjenda og um 14% af umsóttum kostnaði. Alls fengu 38 rokk-, popp- og hip-hop-verkefni í afar víðum skilningi styrki, sextán verkefni tengd samtímatímatónlist og raftónlist auk níu fjölbreyttra djassverkefna.

Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem þegar hafa fengið úthlutað, né heldur til þeirra sem fengu úthlutað úr vorátaki Tónlistarsjóðs.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á erlend mál

Klassísk tónlist

Sænskur raftónlistarballett um Gunnar á Hlíðarenda

Popptónlist

Ný tónlist frá Barða og Betu Ey, Dr. Spock og fleirum

Airwaves

Stafræn tónlistarveisla í stað Iceland Airwaves í ár