Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Tengdasonurinn ráðleggur Trump að viðurkenna úrslitin

epa05849924 US President Donald J. Trump (R), with Senior Advisor Jared Kushner (L), walks the colonnade to board Marine One on the South Lawn of the White House in Washington, DC, USA,15 March 2017. President Trump will participate in events in Michigan
Jared Kushner og Donald Trump. Mynd: EPA
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og helsti ráðgjafi hans, ráðleggur honum að viðurkenna úrslit forsetakosninganna. Kosingastjóri Joes Biden og Kamölu Harris segir engin samskipti hafa átt sér stað á milli framboðs þeirra og framboðs Trumps um væntanleg valdaskipti.

Frá þessu er greint á CNN.

Þar segir að  Kushner sem er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur Trumps, hafi lagt þetta til eftir að Trump lýsti því yfir að Biden hefði hraðað sér eins og hann mest gat til að lýsa sig sigurvegara og að kosningabaráttunni væri síður en svo lokið.

CNN hefur eftir Kate Bedingfield, kosningastjóra Bidens og Harris að engin samskipti hafi verið á milli fráfarandi og tilvonandi forseta, eins og venjan er þegar úrslit kosninga liggja fyrir og heldur ekki á milli starfsmanna framboða þeirra.