Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Myrkvi – Reflections

Mynd: Myrkvi / Myrkvi

Myrkvi – Reflections

08.11.2020 - 15:30

Höfundar

Reflections er fyrsta breiðskífa Myrkva sem er listamannanafn Magnúsar Thorlacius. Magnús hefur verið viðloðandi tónlist síðan 2014. Á þeim tíma var hann í hljómsveitinni Vio, sem vann meðal annars Músiktilraunir.

Platan Reflections er hlý, einlæg indírokkplata að sögn Magnúsar sem tók sér góðan tíma í sína fyrstu sólóplötu. Hún endurspeglar mismunandi tímabil í lífi tónlistarmannsins sem sá að sum lögin sem hann samdi pössuðu ekki inn í formið sem hljómsveit hans Vio var að vinna í. Platan með Myrkva er þess vegna kannski persónulegri fyrir vikið og stefnan var að hóa saman bandi og taka 2020 með trompi en kórónuveiran kom í veg fyrir það.

Á plötunni eru 11 lög. Kári Guðmundsson og Arnar Guðjónsson tóku hana upp og Arnar sá líka um hljóðblöndun. Platan er masteruð af Friðfinni Oculus Sigurðssyni og hönnun kápu var í höndum Viktors Weisshappel Vilhjálmssonar. Kári Guðmundsson spilaði á bassa og slagverk, Arnar Sigurðarson á trommur en önnur hljóðfæri og söngur voru í höndum Myrkva. 

Platan Reflections er plata vikunnar á Rás 2 og verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum Magnúsar á tónlistinni eftir 10 fréttir í kvöld auk þess að vera aðgengileg í spilara.

 

Mynd með færslu
Myrkvi - Reflections