Það sama hefði gilt, hefði verið farið að niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012.
Dupré var gestur Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Silfrinu í dag. Nýverið kom út bók Dupré og Ágústs Þórs Árnasonar heitins, aðjúnkts við Háskólann á Akureyri, um ferlið í kringum tillögur að stjórnarskrárbreytingum. Bókin ber heitið Icelandic Constitutional Reform - People, Processes, Politics.
„Það er engin ein uppskrift að endurskoðun stjórnarskrár,“ sagði Dupré og ræddi um grein 79 í íslensku stjórnarskránni sem kveður á um hvernig skuli gera breytingar á henni. „Í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja eru slíkar breytingar afar flóknar, það er eðlileg og stöðluð nálgun á stjórnarskrárbreytingum. Þetta er haft svona af ásettu ráði til að vernda stjornarskrána,“ sagði Dupré.
Hún sagði að það væri heilbrigt merki um lýðræði að stjórnarskrárbreytingar væru erfiðar og þær ættu að vera erfiðari en almennt löggjafarferli, þegar hefðbundin lagafrumvörp eru samþykkt.
Ferlið hefur ekki verið til einskis
„Ferlið undanfarin ár hefur ekki verið til einskis,“ sagði Dupré. Hún sagði að umræða undanfarinna ára hefði leitt í ljós að stjórnarskráin frá 1944 hefði reynst góð stjórnarskrá og að hún hefði hjálpað þjóðinni að yfirstíga erfiða tima eftir hrunið. Það væri núgildandi stjórnarskrá að þakka að lýðræði hnignaði ekki hér á landi á árunum eftir hrun.
„Kannski er hún ekki fullkomin, en hún er gott skjal sem þjóðin getur treyst,“ sagði Dupré.