Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Óttast um afdrif 150 þorpsbúa í Gvatemala

07.11.2020 - 03:30
A road is blocked by a landslide in Purulha, northern Guatemala Friday, Nov. 6, 2020. As the remnants of Hurricane Eta moved back over Caribbean waters, governments in Central America worked to tally the displaced and dead, and recover bodies from landslides and flooding that claimed dozens of lives from Guatemala to Panama. (AP Photo/Santiago Billy)
 Mynd: AP
Um 150 eru látnir eða er saknað eftir að aurskriða af völdum óveðursins Eta hreif heilt þorp með sér í Gvatemala í dag. Forsetinn Alejandro Giammattei greindi frá þessu í kvöld. Áður höfðu um tuttugu manns týnt lífi í Mið-Ameríku af völdum Eta, sem kom að landi í Níkaragva á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur.

Hermenn voru kvaddir á vettvang í Queja í norðurhluta landsins til að hefja björgunarstörf. Neyðarástand er í þorpinu að sögn forsetans, og gerir ausandi rigning hermönnunum erfitt fyirr. Um 2.500 íbúar í nærliggjandi þorpum misstu allar eigur sínar er aur lagði þorp þeirra í rúst. 

Þó verulega hafi dregið úr styrk hitabeltislægðarinnar varar bandaríska fellibyljastofnunin við hættunni á flóðum víða í Mið-Ameríku.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV