Um 150 eru látnir eða er saknað eftir að aurskriða af völdum óveðursins Eta hreif heilt þorp með sér í Gvatemala í dag. Forsetinn Alejandro Giammattei greindi frá þessu í kvöld. Áður höfðu um tuttugu manns týnt lífi í Mið-Ameríku af völdum Eta, sem kom að landi í Níkaragva á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur.