Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Katrín óskar Biden og Harris til hamingju

Katrín Jakobsdóttir
 Mynd: Þór Ægisson
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskar nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna til hamingju með kjörið á Twitter-síðu sinni. Hún segist hlakka til samstarfsins og að styrkja böndin á milli landanna.

„Til hamingju Joe Biden með kjör þitt sem forseti Bandaríkjanna,“ skrifar Katrín. „Ég óska þér velfarnaðar í starfi og hlakka til að styrkja böndin á milli landa okkar enn frekar í mikilvægum málefnum á borð við loftslagsmál og mannréttindi.“

Í hamingjuóskum sínum til Kamölu Harris skrifar Katrín að það sé henni sönn ánægja að óska henni til hamingju með þennan sögulega sigur. „Ég óska þér alls hins besta,“ skrifar Katrín.