
Katrín óskar Biden og Harris til hamingju
„Til hamingju Joe Biden með kjör þitt sem forseti Bandaríkjanna,“ skrifar Katrín. „Ég óska þér velfarnaðar í starfi og hlakka til að styrkja böndin á milli landa okkar enn frekar í mikilvægum málefnum á borð við loftslagsmál og mannréttindi.“
Congratulations @JoeBiden on your win as President elect of the United States of America. I wish you well in office and look forward to further strengthening our countries relations on crucial matters such as climate change and human rights.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 7, 2020
Í hamingjuóskum sínum til Kamölu Harris skrifar Katrín að það sé henni sönn ánægja að óska henni til hamingju með þennan sögulega sigur. „Ég óska þér alls hins besta,“ skrifar Katrín.
Delighted to congratulate @KamalaHarris on your historic win as Vice President elect of the United States of America. I wish you all the best and look forward to your leadership in office.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 7, 2020