Joe Biden hefur verið kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í Pennsylvaníuríki. Kjörið er sögulegt, en Biden er fyrsti forsetaframbjóðandinn í 28 ár sem sigrar sitjandi forseta, síðast gerðist það árið 1992 þegar Bill Clinton bauð sig fram á móti George H. Bush. Það er ekki síður sögulegt vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bidens, er fyrsta konan til að gegna því embætti í Bandaríkjunum.