Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Joe Biden kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna

epa08802843 (FILE) - Democratic candidate for President, Joe Biden, greets supporters during his Iowa caucus night watch party in Des Moines, Iowa, USA, 03 February 2020 (reissued 06 November 2020). According to media reports citing election officials, Biden has taken the lead in Pennsylvania. An official win of the state would push Biden over the 270 electoral votes necessary to become the 46th President of the United States.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden hefur verið kjörinn 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í Pennsylvaníuríki. Kjörið er sögulegt, en Biden er fyrsti forsetaframbjóðandinn í 28 ár sem sigrar sitjandi forseta, síðast gerðist það árið 1992 þegar Bill Clinton bauð sig fram á móti George H. Bush. Það er ekki síður sögulegt vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bidens, er fyrsta konan til að gegna því embætti í Bandaríkjunum. 

Með því að fá meirihluta atkvæða í Pennsylvaníu fékk Biden 20 kjörmenn og var þar með kominn með 273 kjörmenn, en 270 þarf til að ná kjöri.

Þetta hafa allir stærstu fréttamiðlar í Bandaríkjunum staðfest. 

Samkvæmt frétt CNN var Biden á heimili sínu í Delaware þegar honum bárust tíðindin. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina í kvöld.