Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Íslenskur landsliðsmaður greinist með COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslenskur landsliðsmaður greinist með COVID-19

07.11.2020 - 09:59
Körfuboltaleikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur greinst með COVID-19 eftir að hópsmit kom upp hjá liði hans, Andorra, sem leikur í efstu deild á Spáni.

Haukur Helgi staðfesti fréttirnar í viðtali við Domino's körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu sagðist Haukur Helgi hafa greinst með veiruna á fimmtudaginn og væri ekki mikið veikur. 

Um hópsmit er að ræða hjá Morabanc Andorra en þjálfari liðsins greindist með veiruna fyrir rúmri viku síðan. Í kjölfar þess að þjálfari liðsins greindist voru leikmenn sendir í skimun ásamt starfsliði félagsins og komu þá fleiri smit í ljós. Spænska körfuboltasambandið hefur því frestað næstu leikjum liðsins. 

Haukur Helgi Pálsson hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í körfubolta undanfarin ár og á að baki 68 landsleiki.