Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Heiða Björg var endurkjörin varaformaður Samfylkingar

Heiða Björg Hilmisdóttir
 Mynd: Samfylkingin - Ljósmynd
Heiða Björg Hilmisdóttir var núna á ellefta tímanu endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Metþátttaka var í kosningunum. Heiða Björg fékk 534 atkvæði en Helga Vala Helgadóttir, sem bauð sig fram til varaformennsku, fékk 351 atkvæði.

Logi Einarsson sem í gær var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar með tæplega 97 prósent atkvæða flytur nú stefnuræðu sína en yfirskrift fundarins er vinna, velferð og græn framtíð.

Landsfundurinn er rafrænn og sækja hann um eitt þúsund manns. Logi kallaði í ræðu sinni eftir samstöðu í baráttunni gegn kórónaveirunni og aðaláherslan eigi að vera á að fjölga störfum.